Banner - Styrkja Neistann 2 smaller

banner_4
Panta minningarkort
Fréttablað Neistans
   Komdu kisa mín - millistór hnappur3

MailChimp Signup

Póstlisti Neistinn

 
Fimmtudagur, 07. júlí 2016
Landsmót hestamanna 2016

Þann 2. júlí s.l. voru Neistanum og Kraft, boðið á Landsmót hestamanna í blíðskaparveðri á Hólum í Hjaltadal. 

Tilefnið var afhending styrks sem Aurora velgerðarsjóður og Hrossarækt stóðu fyrir í minningu Einars Öders, hestamanns. 

Styrkurinn hljóðar upp á rúmlega 7 milljónir króna, og skiptist jafnt á milli Neistans og Krafts. 

Hægt er að lesa nánar um aðdraganda viðburðarins hér

Við hjá Neistanum þökkum hjartanlega fyrir okkur

 

Landsmót hestamanna

 

Á myndinni eru frá vinstri, Snorri Kristjánsson og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt ehf., þá mæðgurnar Svanhvít Kristjánsdóttir og Dagmar Öder, Sandra Valsdóttir frá Neistanum, Berglind Jónsdóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Krafti og Hulda G. Geirsdóttir frá Hrossarækt ehf. Kraftur þakkar Hrossarækt og Aurora foundation innilega fyrir styrkinn.

 

 

 

 
Fimmtudagur, 23. júní 2016
Húsdýragarðurinn býður Neistanum í heimsókn!

Laugardaginn 25. júní ætlar Húsdýragarðurinn að bjóða öllum Neistafjölskyldum í garðinn á milli kl 11-13. 

Við hlökkum til að sjá sem flesta! 

 
Þriðjudagur, 21. júní 2016
Víkingahátíðin 2016

Helgina 16. - 19. júní fór fram hin árlega víkingahátíð í Hafnarfirði við Fjörukránna. 

Mikið fjölmenni var á staðnum frá hinum ýmsu löndum og landshornum, sýndi og seldi handverk, kynnti forna víkingasiði, leiki og bardaga og skemmti sér saman.

Grétar Hermannsson, víkingur með meiru, búsettur í Svíþjóð, ákvað að styðja við Neistann  með sölu á eyrnalokkum með lífstrénu - Ask Yggdrasils. 

Söfnuðust alls tæpar 64 þúsund krónur til handar Neistanum.

 

En það endar ekki þar, því hann ákvað að gefa Neistanum þá eyrnalokka sem eftir urðu, og er hægt að kaupa þá í gegnum Söndru, stjórnarmeðlim Neistans, með því að senda skilaboð á fésbókinni

 

Við hjá Neistanum kunnum Grétari hjartans þakkir fyrir

 

víkingahátíðeyrnalokkar

 
Mánudagur, 13. júní 2016
Hjólað fyrir Neistann

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon