Dagatal-hnappurr2016

  Banner - Styrkja Neistann 2 smaller

banner_4
Panta minningarkort
Fréttablað Neistans
   Komdu kisa mín - millistór hnappur3

MailChimp Signup

Póstlisti Neistinn

 
Þriðjudagur, 28. mars 2017
Páskabingó Neistans

Laugardaginn síðast liðinn fór páskabingó Neistans fram í Vinabæ. Þátttaka var fram úr björtustu vonum en um 170 manns mættu og gerðu sér glaðan dag með okkur! Flottir vinningar voru í boði af ýmsum stærðum og gerðum og vöktu mikla lukku! Allir krakkar fengu svo lítil páskaegg eftir bingóið, og voru sátt og sæl með daginn.

Takk allir fyrir okkur, þetta var stórskemmtilegur dagur!  

DSC 0508

 
Fimmtudagur, 09. mars 2017
Páskabingó

Hið árlega páskabingó Neistans verður haldið 25. mars í Vinabæ! 

Bingóið hefst kl 14:00 og stendur til kl 16:00

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur, en bingóið er stórskemmtilegur og árlegur fjölskylduviðburður sem hefur verið vel sóttur hjá okkur :) 

Spjaldið er á 300 kr 

Hlökkum til að sjá ykkur :)


Bingo

 
Fimmtudagur, 23. febrúar 2017
Neistabíó!

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir. 

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega. 

 

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn. 

 

Hjartans þakkir fyrir okkur! 

 

bíó1

 
Föstudagur, 17. febrúar 2017
Blóðgjöf er lífgjöf!

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma. Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum. Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn - bæði af fastagestum sem og nýskráðum. 

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins. 


Blóðgjöf er lífgjöf!